Grunnskóli Grindavíkur veturinn 2013 – 2014

Reykjaskólalagið!

Auglýsingar

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Gengur vel á Reykjum!

reykir11Nú styttist heldur betur í annan endann á dvöl okkar hérna í Hrútafirði. Það hefur gengið mjög vel með hópinn og nemendur hafa verið til fyrirmyndar í leik og starfi. Í dag er dagurinn með pínu breyttu sniði og í stað þess að vera í kennslustundum eftir hádegið mega þau velja sér í svokallað val, fara í sund, íþróttir, borðtennismót, handavinnu eða horfa á dvd. Fyrir kvöldmat verður svo hárgreiðslukeppni drengja sem er mjög vinsæl og nemendur hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. í kvöld er svo ball í íþróttahúsinu og bíða nemendur sérstaklega spenntir eftir því. Þá verður hópmyndataka af öllum nemendum í íþrottahúsinu fljótlega eftir hádegið í dag.

Í fyrramálið er svo samverustund í íþróttahúsinu, hádegismatur verður síðan snæddur áður en haldið verður aftur heim á leið um hádegisbilið. reykir10

Við munum síðan eftir ferðina setja inn fleiri myndir frá Reykjum.

Allir biðja að heilsa!

reykir2Það er búið að vera mikið líf og fjör hérna að Reykjum í Hrútafirði þessa tæpu tvo daga sem við höfum verið á svæðinu. Nemendur eru komnir í rútínuna og takast á við ný og skemmtileg verkefni. Veðrið hefur verið fínt en það er mjög kalt. Fyrsta nóttinn gekk mjög vel og ekkert vesen. Í kvöld og annað kvöld verða skemmtiatriðin á kvöldvökunum í höndum nemenda og hafa þegar nokkrir nemendur úr Grindavík skipulagt eitthvað skemmtilegt í kvöld. Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag og ein á kvöldvökunni gær 🙂

Föstudagspóstur vikunnar!

reykirReykjaskólaferðin: Á mánudagsmorgun klukkan 8:00 verður lagt stundvíslega af stað í Hrútafjörðinn en framundan er 5 daga skólaferðalag hjá nemendum í 7. bekk. Það er mikil spenna og eftirvænting fyrir ferðinni, bæði hjá nemendum og okkur starfsmönnunum sem erum að fara með þeim. Við höfum allar farið áður með nemendur þangað en auk umsjónarkennara verður Guðrún Dröfn Birgisdóttir með í för.

Nesti: Við munum stoppa í Borgarnesi á leiðinni norður og borða nesti sem nemendur eiga að koma með sjálfir með sér. Ekki verður stoppað og verslað.

Tæki og símar á Reykjum: Það er ekki leyfilegt að vera með síma á Reykjum. En ef nemendur taka úr símkortin sín ásamt því að fjarlægja leiki þá mega þeir taka með sér i-pod, mp3 spila o.þ.h. svo þeir geti nýtt myndavélina og tónlistina í tækjunum. Tækin sem nemendur kunna að taka með sér verða algjörlega á þeirra ábyrgð í ferðinni.

Umgengni í matsal: Töluvert er um að nemendur í 7. bekk gangi ekki frá eftir sig í matsalnum og er það miður. Nemendur eiga það til að skilja bæði eftir rusl, glös og matardiska á borðunum. Við minnum á snyrtilega umgengni bæði í skólastofum sem og í matsalnum.

Krot á borð: Nemendur hafa áður verið beðnir um að sýna húsbúnaði skólans virðingu og ganga vel um öll húsgögn. Þrátt fyrir það eru nemendur að krota á borðin. Það er að sjálsögðu með öllu ólíðandi að slíkt skuli gerast og eru nemendur framvegis beðnir um að nota blöð ef þeir þurfa að vera að krota.

Þátttaka í íþróttum: Sveinn íþróttakennari hitti okkur umsjónarkennara fyrr í vikunni og fór með okkur yfir íþróttatímann á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá leyfði fjöldi stúlkna sér að taka einfaldlega ekki þátt í badminton. Íþróttin var ekki þeim að skapi og þá settust þær bara niður margar hverjar og neituðu að spila. Við viljum minna á að nemendur EIGA að taka þátt í íþróttatímum og öðru skólastarfi þrátt fyrir að þeir kunni að vera illa upplagðir. Tekið skal fram að hér er ekki um allan hópinn að ræða heldur aðeins stúlknahópinn og er óskað eftir að á þessu verði gerð bót.

Heimanám: Nemendum og foreldrum virðist mörgum ekki vera nógu tamt að fara inn á mentor og athuga með heimanám nemenda. Of margir eru ennþá að koma með óunnið efni í skólann og bera þau það fyrir sig að hafa ekki kíkt á mentor. Við viljum biðja foreldra að aðstoða nemendur við að muna þetta og þá hafa nemendur einnig verið beðnir um að minna foreldra sína líka á. Það getur gerst að heimanám detti inn á mentor í miðri viku og því þarf að fylgjast vel með á mentor.

Föstudagspóstur vikunnar!

7.JR_sp.keppniStóra upplestrarkeppnin: Í vikunni hófst formlegur undirbúningur fyrir Stóru upplestarkeppnina. Nemendur eru nú að æfa sig að koma í ræðupúlt og fluttu ljóð sem þeir höfðu valið sér. Inn á vefsíðuna er komin undirsíða, Stóra upplestarkeppnin, efst þar sem finna má gagnlegar upplýsingar um framsögn og tjáningu. Enn eiga einhverjir eftir að lesa upp sín ljóð og hvetjum við þá til að klára að finna ljóð um helgina fyrir mánudaginn.

Heimavinna: Heimavinna nemenda verður skráð á Mentor eins og verði hefur. Við erum að leggja lokahönd á kennsluáætlanir og munum senda út og setja á vefsíðu um leið og þær eru klárar.

Tæki og símar: Drög að nýjum skólareglum eru núna til umsagnar og kynningar hjá nemendum og höfum við sérstaklega farið yfir hlutann sem snýr að tækjum og símum. Það skiptir máli að nemendur séu með á hreinu hverjar reglurnar eru því þeir eru oft að gleyma sér í kennslustundum og eru komin í tækin án leyfis kennara. Neðar á síðunni er klausan úr reglunum og hvetjum við ykkur til að fara með börnunum yfir þessi atriði.

Mæting og stundvísi: Töluvert hefur ennþá borið á því að nemendur eru að skila sér seint inn í kennslustundir eftir frímínútur og hádegishlé. Þá er eitthvað um að nemendur fái sér hádegismatinn í 11:00 frímínútum sem standa aðeins í 10 mínútur. Þau verða að passa upp á að mæta tímalega því mætingareinkunn er fljót að detta niður með sí endurteknum seinkomum.

Reykjaskólaferðin: Á mánudaginn þar næsta, 17. febrúar, verður haldið í 5 daga skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði. Við höfum búið til tengil á vefsíðu bekkjarins efst á síðunni þar sem finna má helstu upplýsingar. Við vinnum að því um þessar mundir að raða nemendum niður á herbergi. Þá er mikilvægt að allir nemendur sem eru að fara hafi greitt fyrir ferðina í síðasta lagi föstudaginn 14. febrúar.

Spurningakeppni unglingastigs: Úrslit spurningakeppninnar fóru fram á sal skólans í gærmorgun. 7.JR keppti þar við 9.P en bæði lið voru mjög kynjaskipt, þrjár stelpur í 7.JR á móti þremur strákum í 9.P. Bæði liðin stóðu sig mjög vel og lengi framan af voru stelpurnar í 7.bekk með forystu.

Úr drögum að nýjum skólareglum:
Farsímar og önnur rafeindatæki
Nemendur eiga ekki að vera með síma eða önnur rafeindatæki í kennslustundum nema með leyfi kennara. Farsími og önnur rafeindatæki sem nemandi er með skal vera stillt á þögn og ekki hafa truflandi áhrif með neinum hætti á skólatíma. Myndatökur hverskonar eru bannaðar á skólatíma í skólahúsnæðinu þ.m.t. í íþróttahúsi, sundlaug, félagsmiðstöð, bókasafni, tónlistarskóla og Skólaseli, nema með leyfi kennara/starfsmanns. Símar og önnur rafeindatæki sem nemendur verða uppvísir að því að nota án leyfis og/eða misnota í skólahúsnæði verða sett í geymslu hjá skólaritara og óskað verður eftir að foreldrar nálgist þau þar. Öll tæki sem nemendur koma með að heiman eru á ábyrgð nemenda og foreldra. Dæmi um misnotkun slíkra tækja er ef notkun þeirra særir einstakling/einstaklinga með orðum, myndum eða öðrum hætti, truflar vinnufrið nemenda/starfsmanna eða rýrir öryggi nemenda/starfsmanna.

http://www.eslgamesplus.com/

Föstudagspóstur vikunnar!

Friday2Stóra upplestrarkeppnin: Þann 20. mars verður Stóra upplestarkeppnin haldin hér í Grunnskóla Grindavíkur. Við munum hefja formlegan undirbúning fyrir keppnina í næstu viku en fyrir þriðjudaginn eiga nemendur að vera búnir að velja sér ljóð til að lesa upp í íslenskutíma. Gott ef þau eru búin að æfa sig að lesa ljóðið upphátt heima. Það verður síðan undankeppni innan bekkjanna 3. mars og skólakeppni milli bekkja 10. mars, þar sem nokkrir nemendur verða valdir til að taka þátt í stóru keppninni 20. mars.

Spurningakeppni unglingastigs: Í gær og í morgun kepptu 7.JR og 7.KM í spurningakeppni unglingastigs. 7.JR vann 9.G og er því kominn í úrslit sem verða á fimmtudaginn kemur klukkan 10:20. 7.KM keppti í svo í morgun við 9.P en það var 9.bekkur sem fór með sigur af hólmi í þeirri viðureign.

Kennsluáætlanir og heimanám: Um þessar mundir er unnið að því að setja niður kennsluáætlanir fram að vori og munum við birta þær á vefsíðu bekkjanna um leið og þær eru tilbúnar. Þar verður jafnframt hægt að fylgjast með heimavinnu og öðru námsmati.

Ný námsbók í samfélagsfræði: Nemendur hafa fengið nýja bók í samfélgasfræði sem heitir Evrópa. Með bókinni kemur vinnubók , en áætlað er að nemendur vinni bæði þá vinnu hér í skólanum sem og heima fyrir. Hægt er að nálgast hljóðbók með Evrópu inni á vefsíðu bekkjanna http://www.7bekkur.wordpress.com

Fornafnaflokkarnir 6

fornofnNemendur hafa nú fengið síðari vinnubókina í Minnsta málið. Þar eru fyrirferðamiklir fornafnaflokkarnir sex, ásapóe. Nemendur hafa verið að föndra þetta upp á vegg en hér: ÁSAPÓE er hægt að opna plakat í lit sem gefur þeim yfirsýn yfir öll þessi orð og hvaða flokk þau tilheyra.

Föstudagspóstur vikunnar

its-friday-animated-girl-graohicHeil og sæl og gleðilegt ár !

Skólastarfið fer vel af stað og nemendur koma nokkuð vel undan jólafríinu. Framundan er samskiptadagur þar sem nemendur koma með foreldrum í viðtöl hjá kennara. Hann verður á fimmtudaginn kemur, 16. janúar. Við höfum sett í viðhengi viðtalstíma hvers og eins auk þess sem þeir eru líka komnir inn á vefsíðu bekkjanna.

Námsmat: Eins og fram kom í upphafi skólaársins þá hefur verið í gangi svokallað símat, þ.e. við erum jafnt og þétt búin að vera að prófa nemendur þannig að það er ekki um eitt stórt lokapróf að ræða núna. Allar kennsluáætlanir eru birtar með fyrirvara um breytingar og ekki gefst alltaf tími til að framkvæma allt sem stefnt er að í upphafi.

Stafsetningakönnun á þriðjudag: Við munum leggja fyrir stutta stafsetningakönnun fyrir nemendur á þriðjudaginn. Gott er ef nemendur rifja upp reglurnar um fugla- og fiskaheiti (alltaf með litlum staf), sk-regluna (þýska, sænska) sérnöfn og samnöfn og minn og mín regluna.

Reykjaskólaferðin í febrúar: Það styttist í að nemendur fari í fimm daga námsferð á Reyki. Ferðin verður 17. – 21. febrúar. Við munum senda ykkur allar frekari upplýsingar um leið og þær berast. Báðir umsjónarkennarar í 7. bekk núna, Jóna Rut og Kristín María hafa farið annars vegar í fyrra og hins vegar í árið þar á undan og er þetta einstök upplifun fyrir nemendur.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut og Kristín María

Föstudagspóstur vikunnar!

Christmas-Bells-2Vikan hefur gengið vel hjá nemendum. Þrátt fyrir örlítið jólauppbrot höfum við náð að halda þó nokkurri festu og hafa nemendur sýnt stillu og yfirvegun þrátt fyrir að jólin séu að nálgast. Upp úr stóð í vikunni að sjálfsögðu friðargangan frá því á miðvikudag sem heppnaðist vel og sýndu nemendur í 7.bekk af sér mikinn sóma. Þá komu nemendur úr 3ja bekk í Hópsskóla til okkar í gær og lásu nemendur í 7. bekk fyrir þau jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og gekk það ljómandi vel.

Spurningakeppni unglingastigs: 7.JR keppir á móti 10.F á mánudaginn kemur og hefst keppnin 8:15 á sal skólans. Foreldrar eru velkomnir að mæta og fylgjast með!

Jólakort og póstkassi: Núna á mánudaginn milli 9:40-11:00 fá nemendur að skrifa jólakort til bekkjarfélaga og annarra nemenda. Við munum útvega pappírsefni fyrir þau til að útbúa kort handa bekkjarfélögum. Ef þau vilja senda fleiri kort þá þurfa þau að koma með þau að heiman. Þá munu nemendur í þessan tíma útbúa jólapóstkassa.

Kvikmyndasýning ásamt verkefni: Á þriðjudag verður sýnd kvikmynd á unglingastigi. Í kjölfarið vinna nemendur í hópum, þvert á bekki, verkefni tengt myndinni.

Félagsvist: Verður spiluð á sal skólans milli 8:00-9:40 á miðvikudag.
Kortaútburður: Verður á miðvikudaginn milli 10:20 – 11:00

Miðvikudag 18. des – ALLIR MÆTA JÓLALEGIR: Bæði nemendur og kennarar ætla að mæta í einhverju jólalegu með jólasveinahúfu í skólann!

Litlu jól: Á fimmtudaginn verður hefðbundinn skóladagur hjá nemendum til 14:00. Litlu jólin hefjast síðan í skólastofu nemenda klukkan 19:15 um kvöldið. Nemendur mega kaupa pakka að andvirði 500 krónur sem þarf að henta báðum kynjum. Þau mega líka koma með kerti, drykk og smákökur.

Jólaball hefst 20:15 og stendur til 23:00: Foreldrar eru beðnir um að sækja börnin sín að dansleik loknum.

Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar!

Góða helgi og gleðileg jól!
Jóna Rut og Kristín María

Föstudagspóstur vikunnar!

snjorHeil og sæl !
Vikan hefur gengið þokkalega hjá nemendum. Við höfum þó aðeins þurft að rifja upp mikilvæg gildi eins og tillitssemi og kurteisi.
Málfræðikönnun í ensku: Nemendur fengu í vikunni upprifjunarhefti ásamt smá nýju í málfræði. Þau eru byrjuð að vinna heftið og munu fara í stutta könnun úr heftinu á fimmtudaginn.

Samfélagsfræði: Nemendur byrjuðu að kynna verkefni sín úr Sögueyjunni í vikunni og stóðu sig með miklum ágætum. Á fimmtudaginn þurftum við að vera með báða bekkina saman þar sem við leyfðum hópasamsetningar þvert á bekki. Það gekk ekki eins vel og við vorum að vonast til og gátu nokkrir ekki sýnt þeim sem voru að kynna þá virðingu og kurteisi sem þau áttu skilið. Það er ákveðinn lærdómur líka að vera úti í skólastofu og æfa virka hlustun.

Spurningakeppni unglingastigs: Hefst á mánudaginn kemur með viðureign 9.G og 10.E. Á þriðjudaginn 10. desember eigast síðan við 7.KM og 8.V klukkan 8:20 og eru foreldrar velkomnir að koma og fylgjast með ef þeir hafa tök á því. 7.JR keppir síðan við 10.F mánudaginn 16. desember klukkan 8:15 og eru foreldrar líka velkomnir þá líka.

Friðargangan: Hin árlega friðarganga verður miðvikudaginn 11. desember og hefst klukkan 9:00. Mikilvægt er að nemendur átti sig á tilgangi göngunnar sem er að stuðla að góðum samskiptum, friði og kærleik.

Ljóðaupplestur: Nemendur í 7. bekk munu næstkomandi fimmtudag 12. desember taka á móti nemendum úr 3. bekk í Hópsskóla. Allir nemendur hafa fengið úthlutað ljóðum úr Jólasveinakvæðum Jóhannesar úr Kötlum og hafa því ríflegan tíma til að æfa sig.

Umsjónarmenn: Búið er að skipa umsjónarmenn í hvorum bekk sem eiga að sjá til þess að umgengni í bekknum sé viðunandi og að stofurnar séu ekki skildar eftir í óreiðu. Þetta er að sjálfsögðu alltaf samstarfsverkefni allra og því ætti hlutverk umsjónarmanna að vera lítið ef allir passa sig!

Við minnum á mikilvægi þess að sýna hvert öðru, bæði nemendum og starfsfólki virðingu og tillitssemi. Við pössum okkur líka á að ganga vel um bæði skólastofuna okkar og matsalinn!

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Föstudagspóstur vikunnar!

snowmanDesember: Nú fer að skella á desembermánuðinn og þá verður ýmislegt uppbrot í gangi hjá nemendum, og sem dæmi má nefna hina árlegu Friðargöngu sem verður 11. desember, kaffihúsaferð, jólaball (19.des.) o.fl.
Ljóðalestur: Nemendur í 7. bekk hafa á hverju ári lesið upp fyrir 3. bekk grunnskólans jólasveinaljóð Jóhannesar úr Kötlum og verður enginn breyting á því þetta árið.
Spurningakeppni: 7. bekkur tekur þátt í spurningarkeppni unglingastigsins þetta árið. Búið er að draga hverjir mæta á móti hverjum í fyrstu umferð sem verður núna í desember. 7-KM keppir við 8-V, 11. desember og 7-JR keppir við 10-F, 16. desember. Tímasetningin verður auglýst síðar en foreldrar/forráðamenn eru velkomnir að koma að horfa á.

Bestu kveðjur og góða helgi!

Föstudagspóstur vikunnar!

friday14Vikan hefur gengið prýðilega hjá nemendum. Búið er að opna stofurnar aftur í frímínútum og hádegishléi og hefur það gengið vel fram að þessu.

Dagur íslenskrar tungu: Ferð nemenda upp á leikskólann Krók heppnaðist einstaklega vel og voru starfsmenn leikskólans mjög ánægðir og þökkuðu nemendum kærlega fyrir lesturinn. Þau sögðu þau hafa verið sjálfum sér og skólanum til sóma í alla staði. Þau voru kurteis, skemmtileg, áhugasöm og umfram allt góðir upplesarar og fönguðu athygli barnanna. Mikill áhugi var hjá leikskólanum að halda þessu samstarfi áfram enda allir að græða. Nemendur í 7. bekk voru líka mjög ánægðir með ferð sína á leikskólann og sitt upplestarframlag. Hér má m.a. sjá frétt af vef Grunnskóla Grindavíkur af ferðinni!

Heimalestur: Vonandi eru allir að sinna þessu lestarátaki okkar vel! Til að átakið heppnist þurfa nemendur að vera samviskusamir við lesturinn og passa að skrá hjá sér þegar þeir lesa.

Íslenska: Nemendur hafa nú tekið könnun í sagnorðum, lýsingarorðum og nafnorðum. Framundan er könnun í bókmenntum sem gildir 30% af lokaeinkunn þeirra. Fyrirkomulag þeirrar könnunar verður með þeim hætti að þau lesa sögu, mjög sambærilega þeim sem þau hafa verið að lesa í lestarbókinni Vanda málið – minnsta málið. Síðan munu þau svara spurningum úr sögunni. Þetta verður því fyrirkomulag sem þau eru mjög vön. Könnunin verður fimmtudaginn næstkomandi, 28. nóvember.

Lögbundin heilsufarsskoðun: Stendur nú yfir hjá m.a. nemendum í 7. bekk hjá hjúkrunarfræðingi. Þau eru hæðar- og þyngdarmæld, sjónprófuð auk þess sem þau fara í svokallað lífsstílsmat en þá svara þau spurningum hjúkrunarfræðings m.a. um mataræði og hreyfingu.

Föstudagspóstur vikunnar!

friends-snowball-fightHeil og sæl!

Snjór: Núna þegar það kom snjór í vikunni þá velja nemendur frekar að fara út í frímínútum. Það er gott og gilt og frískandi fyrir þau. En það urðu þó nokkrir árekstrar á milli nemenda í 7. bekk og yngri nemenda sem oft enduðu með gráti og leiðindum. Það er von okkar að það sé hægt að leyfa þeim að fara út í frímínútum með öðrum án þess að þurfa að nota allan tímann eftir þær til að afgreiða mál sem koma upp vegna yfirgangs nemenda í 7. bekk.

Dagur íslenskrar tungu: Er á morgun 16. nóv. Í tilefni að honum þá er búið að bjóða nemendum í 7. bekk að koma í heimsókn á leikskólann Krók og vera með upplestur. Þessi upplestur verður á mánudaginn. Frá og með þeim degi byrjar formlega undirbúningur fyrir Stóru Upplestrarkeppnina sem verður eftir áramót.
Nemendur eru búin að fá texta og eiga að æfa sig heima um helgina.

Heimalestur: Nú eru nemendur komnir með kvittanahefti fyrir heimalesturinn og viljum við hverja ykkur til að fylgjast með því hvort að þau séu ekki að passa upp á að lesa heima á hverjum degi.

Frímínútur: Í þessari viku þá hafa stofurnar hjá báðum bekkjum verið lokaðar í frímínútum. Þetta var gert vegna þess að þau áttu voðalega erfitt með að fara eftir þeim reglum sem gilda gagnvart því að fá að vera inni í stofunni í frímínútum. Í næstu viku þá verða þær aftur opnar en þá verða þau að vanda sig í umgengnin og framkomu. Ef þetta fer ekki batnandi þá er bara næsta skref að láta þau vera úti í frímínútum.

Fleira var það ekki
Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Sagnorðaglærur

forsidumyndÁ fimmtudaginn taka nemendur könnun í sagnorðum. Þau hafa langflest glósað upp einkenni veikra og sterkra sagna. Við viljum þó að ekkert fari á milli mála og má finna glærurnar hér:veik og sterk beyging sagnorða

partyEftirfarandi upplýsingar fóru heim með nemendum í 7.KM í gær:

Bekkjarfulltrúar
Salbjörg s:426-8226
Fanney s:426-7105
Sirrý s:426-8342

Við viljum minna foreldra á bekkjarsjóðinn kr, 500 , 0143-05-6488 kt:021176-3899 ( Þórunn Halldóra Ólafsdóttir) Og til að eitthvað verði hægt að gera þarf að borga :)Eins og áður er það fyrsta nafn á lista sem kallar hina saman til að ákveða skemmtun 🙂

Hópur 1 skemmtun í nóvember
Alexander
Elísabet
Hildur
Katla
Ragnhildur
Veigar

Hópur 2 skemmtun í janúar
Amelia
Guðfinna
Hulda
Matthías
Sigurður

Hópur 3 skemmtun í mars
Ásgeir
Guðmundur
Jakob
Oliwia
Símon


Hópur 4 skemmtun í maí

Dýrley
Hermann
Julia
Ólafía
Unnur

???????????????????????????????Dagur gegn einelti var í dag og heppnaðist hann með eindæmum vel hjá krökkunum. Þau fengu til sín vinabekki úr Hópsskóla sem voru 1. H og 1. A. Við áttum saman góðar stundir, byrjuðum að horfa á leikna íslenska stuttmynd, Katla gamla, sem fjallar um einelti. Eftir það settu allir nemendur handarfar sitt með málningu á blað og skrifuðu þau síðan nafnið sitt undir. Af því loknu fóru allir út og mynduðu keðju utan um skólann sem tókst mjög vel. Við tókum nokkrar myndir frá deginum og eru þær væntanlegar á síðuna á morgun. Þá hélt Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, öflugan fyrirlestur um einelti. Í lok hans fengu allir nemendur armbönd : Einelti – nei takk!

Samræmd próf: Niðurstöður liggja fyrir og fengu nemendur með sér í dag umslag sem hefur að geyma árangur hvers og eins, bæði í stærðfræði og íslensku.

Kennsluáætlanir: Eru flestar komnar inn á vefsíðu bekkjanna undir flipanum „kennsluáætlanir“. Það vantar þó ennþá einhverjar og eru þær væntanlegar fljótlega.

Kannanir: Nemendur munu núna næstu vikur fram að áramótum fara í námsmat. Bæði í íslensku, stæðfræði og ensku. Þetta eru allt stuttar kannanir og hefur þeim verið vandlega dreift þessar vikur sem eru fram að annarskiptum í janúar. Í næstu viku fara þau hins vegar í könnun í sagnorðum sem þau eru að vinna núna í Minnsta málið (28-36).

Minnum á Eldhátíðina í dag niður í Bót kl 18:00.

Föstudagspóstur vikunnar!

Friday-2Við viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir góð og gagnleg viðtöl í gær!

Samfélagsfræði:
Bekkjunum hefur nú verið skipt í hópa og hefur hver hópur fengið þrjú viðfangsefni úr Sögueyjunni. Hóparnir setja sig síðan inn í verkefnið og búa til glærukynningar sem unnar eru í tölvutímum. Við sendum með í viðhengi hópaskiptinguna og hvaða viðfangsefni hóparnir eru með. Skjalið er líka komið inn á vefsíðu bekkjanna. Það væri gott ef nemendur myndu setja sig vel inn í viðfangsefnið heima líka, þá með því að lesa betur yfir sinn þátt eða hlusta á hljóðbókina á netinu. Síðan kynna þau sín verkefni fyrir bekkjunum.

Bólusetning: Mánudaginn 4. nóvember n.k. munu stúlkurnar í 7. bekk verða bólusettar á skólatíma kl. 8:30 og er þetta önnur bólusetningin af þremur. Foreldrum er velkomið að koma með dóttur sinni í bólusetninguna, þeir sem vilja koma er bent á að hafa samband við Kolbrúnu hjúkrunarfæðing í síma 8600160 eða á kolbrun@grindavik.is. Mikilvægt að þær komi með ónæmisskírteinin sín með sér í skólann þennan dag. Athugið að ef það eru einhverjar spurningar þá beinið þeim til Kolbrúnar.

Íslenska: Við minnum á könnunina á þriðjudaginn úr vinnubókinni Minnsta málið. Könnunin er úr fyrstu 27 æfingunum sem snúa að nafnorðum og lýsingarorðum.

Föstudagspóstur vikunnar!

ormuriepliSamskiptadagar: Á fimmtudaginn næstkomandi, 31. október verða viðtöl með nemendum og foreldrum. Við minnum á að þennan dag er ekki hefðbundinn skóli heldur koma nemendur bara á þeim tíma sem þeim er úthlutað. Við sendum viðtalstímana fljótlega út ásamt því að setja þá inn á vefsíðu bekkjanna.

Íslenska: Fyrir föstudaginn í næstu viku eiga nemendur að vinna æfingar 21 – 27 heima og í skólanum. Það sem þeim þykir erfitt geyma þau og vinna í skólanum. Mánudaginn 4. nóvember verður síðan könnun úr þeim æfingum sem nemendur hafa verið að vinna heima sem eru nafnorð og lýsingarorð.

Stærðfræði: Á mánudaginn er heimapróf í stærðfræði.

Samfélagsfræði: Búið er að skipta nemendum gróflega í 2-3ja manna hópa. Í þessum hópum munu nemendur vinna ákveðna þætti bókarinnar Sögueyjan. Hópar munu draga viðfangsefni sem þeir síðan lesa sig til um, setja upp glærukynningu og kynna svo fyrir bekkjunum. Þannig gefst nemendum kostur á að sérhæfa sig í ákveðnum þáttum og kenna síðan samnemendum sínum. Hóparnir verða þvert á bekki og þá m.v. þá sem eru saman í tölvutímum því við gerum ráð fyrir að vinna eitthvað af vinnunni í tölvutímum á föstudögum.

Frímínútur: Nemendur hafa verið að kvarta yfir umgangi milli bekkja inn í stofurnar í frímínútum. Svo virðist sem þetta sé að skapa meiri usla en ró og því höfum við ákveðið að taka það til skoðunar að loka stofunum í frímínútum ef þetta lagast ekki í næstu viku.

Úlpur inni í tímum: Töluvert ber á því að nemendur vilji sitja inni í úlpunum sínum og kvarta yfir kulda. Þessir nemendur eru þá jafnvel aðeins á bolnum innan undir. Við viljum því biðja ykkur um að senda nemendur í peysum þegar kalt er úti svo ekki þurfi að sitja inni í úlpunum.

Val: Ný námskeið eru að hefjast eftir helgi hjá nemendum. Við erum búnar að setja upp í skjal þau valfög sem nemendur hafa valið sér þetta tímabil og sendum það með í viðhengi. Þá verður líka hægt að nálgast það inni á vefsíðu bekkjanna. Við minnum á að það er skyldumæting í þetta þó svo þetta heiti val!

Bestu kveðjur og góða helgi.
Jóna Rut & Kristín María

Föstudagspóstur vikunnar!

fridayMinnum á að það er enginn skóli n.k. mánudag og þriðjudag.

Bekkjarkvöld/haustball: Bekkjarkvöldið og Haustballið gekk vel og það var mikil stemning í nemendum.

Heimanám: Nú er heimanámið komið á fullt, nemendur fá uppgefið hvað þau eiga að vinna í íslensku og stærðfræði frá kennurum og hafa alla vikuna í skólanum til að vinna námsefnið, ef þau ná ekki að vinna það í skólanum þá þurfa þau að vinna líka í námsefninu heima. Nú reynir á þau að nota tímana vel í skólanum til að minnka við heimanámið. Endilega fylgist með því hjá ykkar barni að það sé að sinna vinnunni sinni.

Íslenska: Nemendur fá heim með sér íslenskubókina Vanda málið – minnsta málið og eiga að vera búin með í lok næstu viku að verkefni 20. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi bókina í skólatöskunni þar sem þau munu líka fá tækifæri á að vinna í þessum verkefnum í skólanum.

Stærðfræði: Ekkert heimanám fyrir þau sem eru búin að klára þau dæmi sem voru sett fyrir í síðustu viku, hin klára þau fyrir miðvikudaginn (að bls. 60)

Fleira var það ekki í bili, eigið góða helgi.

Fjör á bekkjakvöldi!

Myndir sem voru teknar á vel heppnuðu bekkjakvöldi sl. föstudag eru komnar uppi undir „Myndir“. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi, fóru í leiki og borðuðu pítsu áður en þeir fóru á haustballið.

Föstudagspóstur vikunnar

friday1Góðan daginn og kærar þakkir fyrir komuna þau ykkar sem gátu séð sér fært á að mæta á fundinn hjá okkur núna í vikunni.

Starfsdagar/vetrafrí: Mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. okt. verður vetrafrí hjá nemendum. Þá fara kennarar og aðrir starfsmenn skólans í námsferð til Akureyrar, þar munum við fara í heimsóknir í skóla og á fyrirlestra um ýmis málefni tengd skólastarfinu.

Bekkjarkvöld/haustball: Minnum á bekkjarkvöldið í kvöld kl 19:00 og ballið þar á eftir!

Lestrarpróf: Stefnan var að byrja að lestraprófa nemendur núna í vikunni en því miður þá gafst ekki tími til þess núna, það verður farið á fullt í það núna í næstu viku.

Heimanám: Nemendur fá heim með sér íslenskubókina Vandmálið og eiga að vera búin með í lok næstu viku að verkefni 14. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi bókina í skólatöskunni þar sem þau munu líka fá tækifæri á að vinna í þessum verkefnum í skólanum. Nemendur í 7-JR fóru einnig heim með vinnuhefti í Rainman og eiga að vinna 3-4 bls í því heima fyrir n.k. miðvikudag.

Fleira var það ekki í bili, eigið góða helgi.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Föstudagspóstur vikunnar

forsidumyndNú er námið komið á fullt skrið eftir samræmduprófin. Það er ekkert heimanám með nemendum þessa viku en síðan fer það aftur á fullt í næstu viku.
Stærðfræði: Nemendum var afhent ný bók í stærðfræði núna í vikunni Stika 2b sem er framhald af því námsefni sem þau voru með á síðasta skólaári.
Foreldrafundur/heimsókn: Minnun á foreldrafundinn næst komandi fimmtudag 10. okt. á skólatíma frá kl 8:00-9:20. Sama fyrirkomulag og var í fyrra.
Lestrarpróf: Í næstu viku verða nemendur lestraprófaðir. Það er komin ný lestrarastefna skólans og hvetum við foreldra til að kynna sér hana.
Haustball: Haustball skólans verður n.k. föstudag 11. okt. Nánar auglýst síðar.

Fleira var það ekki í bili, eigið góða helgi.

Föstudagspóstur vikunnar

Friday2Samræmd próf: Jæja þá eru Samræmdu prófunum lokið og stóðu nemendur sig vel. Þau voru alveg til fyrirmyndar í prófunum, stjórnendur töluðu einmitt um hvað þau voru einbeitt og virtu/pössuðu upp á tímarammann. Það var aðeins erfiðara í seinna prófinu í dag þar sem orkan var alveg á þrotum, en þau höfðu þetta af  Niðurstöður prófanna er ekki að vænta á næstunni en reynslan sýnir að oft koma þau ekki fyrr en í byrjun desember.

Mánudaginn 30. sept: Ætlum við að byrja daginn á smá uppbroti fyrir nemendur, þar sem þau voru svo dugleg þessa dagana fyrir prófin að undirbúa sig. Við ætlum að horfa saman á bíómynd. Nemendur mega koma með snakk eða popp og drykk (ekki orkudrykk).

Íslenska: Þar sem samræmdu prófunum er lokið þá förum við að fara að vinna á fullu í Vandamálið – minnsta málið og verðum að vinna í þeirri bók í vetur, bæði í les- og vinnubók.

Íþróttir: Íþróttakennslan byrjar inn í íþróttahúsi í næstu viku.
Foreldrafundur/heimsókn: Fimmtudaginn 10. okt. verður foreldrafundur/heimsókn á skólatíma frá kl 8:00-9:20. Sama fyrirkomulag og var í fyrra.

Enska: Nemendur eru að ljúka við sögurnar sínar í ensku og þá fer að líða að því að þau horfi á myndirnar sem bókin var um, 7-JR er með Rain Man og 7-KM með Jumanji. Í framhaldi að því fá þau vinnubókahefti sem þau þurfa að vinna með tengt bókinni og myndinni.

Samfélagsfræði: Þingvallarverkefninu er að ljúka og fara nemendur að kynna hópverkefnið fyrir samnemendum. Í framhaldi að því þá förum við í Sögueyjuna.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Upprifjun fyrir íslensku

forsidumyndHér er að finna Power point skjöl sem hafa að geyma helstu atriði í málfræði og stafsetnignu: Stafsetning og Málfræði

ritunÞegar nemendur vinna ritun er mikilvægt að hafa eftirfarandi þætti í huga:

* Fyrirsögn þarf að vera áhugaverð
* Frágangur góður
* Aðalpersóna þarf að koma fram
* Sögusvið þarf að koma fram
* Vanda stafsetningu
* Vanda málfar
* Passa að hafa punkta og kommur á réttum stöðum
* Frásögn þarf að vera áhugaverð
* Textinn þarf að hafa upphaf, miðju og endi.

Við höfum líka bent nemendum á góða síðu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Þar inni er hægt að finna hvernig orð eru rétt stafsett, fallbeygð osfrv.

stafsetningÁ vef Námsgagnastofnunar er hægt að æfa sig í stafsetningu. Vefurinn er gagnvirkur þannig að nemendur fá endurgjöf á það sem þau gera og vita hvort þau eru að gera rétt eða ekki. Æfingarnar má finna hér.

Föstudagspóstur vikunnar

back-to-school-clipart1Vikan hefur gengið vel hjá nemendum. Nemendur eru að leggja lokahönd á þemaverkefnið um Þingvelli og einhverjir hópar búnir.

Yndislestur: Lestarstundirnar ganga vel en lagt er upp úr að nemendur séu ekki með tónlist í þeim tímum, það ríki ró og næði. Þá leggjum við líka upp með að nemendur séu með bækur við hæfi sem þau geta einbeitt sér að í þessum korters-stundum.

Umgengni: Við erum í umgengnisátaki og miðar því bara ágætlega. Nemendur eru beðnir um að passa upp á að allt sé hreint og fínt í kringum þeirra borð. Þá skiptir máli að þau setji lesbækur í hilluna en skilji ekki dót og annað eftir á borðinu sínu. Þá eru nemendur sérstaklega beðnir um að ganga vel um skólann, hvort sem þeir eru í skólastofunni, matsalnum eða úti.

Hjólaumgengni: Nokkuð hefur borið á því að nemendur hjóli upp að dyrum og skilji svo hjólin bara eftir þar. Þetta eðlilega veldur því að aðgengi verður erfitt og eru allir sem koma hjólandi í skólann beðnir um að setja hjólin í viðeigandi hjólagrindur.

Tölvur: Nemendur eru að læra á excel, í dag lærðu þau t.a.m. að leggja saman tvo dálka. Þau voru mjög fljót að ná tökum á þessu og eiga sannarlega hrós skilið. Við munum halda áfram að bæta við excel-þekkingu þeirra næstu vikur.

Samræmd próf: Eru eins og áður hefur komið fram í næstu viku, íslenska á fimmtudag og stærðfræði á föstudag. Ég hvet ykkur til að lesa vandlega yfir póstinn sem Halldóra skólastjóri sendi á ykkur í gær. Það er sum sé kennt eftir stundatöflu eftir próf en nemendur mæta 8:45. Við hvetjum ykkur til að fara með nemendum inn á skólavefinn og rasmus.is til að æfa þau fyrir samræmdu prófin. Þar geta þau unnið gagnvirkt. Búið er að senda notendanafn og lykilorð á ykkur til að komast þar inn.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Gagnlegar upplýsingar!

owlBúið er að setja inn fjölmargar gagnlegar upplýsingar hér hægra megin á síðuna undir „Gagnlegt“. Þar er að finna ýmislegt sem námsráðgjafi skólans, Guðrún Inga Bragadóttir, hefur sett saman og er líka að finna á vefsíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn Ykkur til aukinna þæginda er búið að setja þetta hér á vefsíðuna en m.a. er að finna upplýsingar um glósutækni, prófkvíða, hvernig hægt er að skipuleggja vikuna ofl.

Föstudagspóstur vikunnar

fridayHeil og sæl!
Vikan hefur gengið vel hjá nemendum. Flestir eru að átta sig betur á valinu og eru farnir að bera ábyrgð á mætingu sinni þangað.

Heimanám: Allt heimanám er skráð á mentor en megináherslan er á undirbúning fyrir samræmd próf í íslensku og stærðfræði sem verða í þarnæstu viku.

Tilkynning veikinda og leyfa: Tilkynna ber til ritara leyfi eða veikindi. Hægt er að hafa samband með einhverjum fyrirvara en ritari sér um þessar skráningar. Betra er að senda línu í pósti á ritara, gegnum mentor eða hringja í stað þess að nemendur séu að koma með miða að heiman. Ef nemendur þurfa leyfi aðeins í íþróttum og sundi þarf að tilkynna það líka sérstaklega til ritara.

Bólusetning: Mánudaginn 16. september n.k. munu stúlkurnar í 7. bekk verða bólusettar á skólatíma, þær munu fá HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini. Þetta er fyrsta bólusetningin af þremur. Foreldrum er velkomið að koma með dóttur sinni í bólusetninguna, þeir sem vilja koma er bent á að hafa samband við Kolbrúnu hjúkrunarfæðing í síma 8600160 eða á kolbrun@grindavik.is. Mikilvægt að þær komi með ónæmisskírteinin sín með sér í skólann þennan dag. Athugið að ef það eru einhverjar spurningar þá beinið þeim til Kolbrúnar.

Nemendaráð: Úrslit liggja fyrir eftir kosningar síðustu viku og er Nemendaráð veturinn 2013-2014 skipað eftirfarandi nemendum:
Formaður: Elsa Katrín Eiríksdóttir
Varaformaður: Ólafur Þór Unnarsson
10. bekkur: Smári Stefánsson og Katrín Lóa Sigurðardóttir
9. bekkur: Ævar Andri Öfjörð og Hilmar Andrew McShane
8. bekkur: Viktor Guðberg Hauksson og Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
7. bekkur: Veigar Gauti Bjarkason
Varamenn: Vigri Bergþórsson (10) Elín Björg Eyjólfsdóttir (9) Kristín Mcmillan (8) Eyjólfur Eiríksson (7)

Samfélagsfræði: Nemendur vinna nú í hópum að þemaverkefni um Þingvelli. Við höfum verið að fara í gegnum stutta bók um Þingvelli og er þessi þemavinna framhald af því. Við leggjum áherslu á að nemendur vinni samviskusamlega í þessu verkefni og leggi sig öll fram við vinnuna. Þau fá síðan einkunn fyrir verkefnið út frá m.a. vinnusemi, frumkvæði, og frágangi.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

ritunHér til hægri á vefsíðunni er kominn tengill sem leiðir ykkur inn á vef Miðbjargar. Þar inni til hægri eru gagnlegar glærur um ritun undir heitinu „Gott að vita um ritun“. Þeir sem ennþá eiga eftir að skila ritun geta nýtt sér þetta auk þess sem gagnlegt er að æfa sig fyrir samræmd próf, með því að skrifa texta.

Föstudagspóstur vikunnar

rainmanStarfsdagur verður fimmtudaginn 12. september og því frí í skólanum!

Nemendaráð og íþróttaráð: Sú hefð er fyrir því að nemendur kjósa sér fulltrúa í hin ýmsu ráð. Ákveðið var í ár að endurvekja íþróttaráð og völdu nemendur í 7. bekk sína fulltrúa, einn úr hvorum bekk. Það voru þau Ólöf Rún og Símon Logi sem verða fulltrúar 7. bekkja þetta skólaárið. Í morgun kusu svo nemendur á unglingastigi sína fulltrúa í Nemendaráð en þau úrslit munu liggja fyrir eftir helgi. Fjölmargir nemendur í 7. bekk buðu fram þjónustu sína fyrir ráðið í ár og ljóst að ekki munu allir ná kjöri. Það verður þá aftur hægt að bjóða sig fram næstu skólaár.

Myndir á Mentor: Unnið er að því að klára að taka myndir af öllum nemendum til að setja bæði inn á Mentor og vefsíðu bekkjanna. Nú þegar hafa flestir nemendur í 7.KM verið myndaðir en haldið var áfram að mynda nemendur í 7.JR í dag. Við gerum ráð fyrir að allir verðir komnir inn fljótlega eftir helgina.

Danska: Nemendur eru nú í fyrsta sinn að læra dönsku og eru þau mjög viljug og jákvæð gagnvart faginu. Þau eru ekki að vinna með hefðbundnar kennslubækur ennþá. Þau eru í byrjendakennslu þar sem farið er með þau yfir þau orð sem þau þekkja nú þegar og eru keimlík íslenskunni. Þau vinna mikið í gegnum leiki og spil og er dönskukennarinn Ásrún mjög ánægð með árganginn!

Íslenska: í vikunni fengu nemendur samræmt könnunarpróf frá árinu 2009. Það er í þremur hlutum og hafa nemendur nú fengið fyrstu tvo hlutana afhenta. Ritunina eiga þau að klára fyrir mánudaginn en inn á vefsíðuna eru komnar gagnlegar glærur um ritun af ýmsu tagi.
Stærðfræði: eins og í íslenskunni eru unnið að upprifjun fyrir samræmd próf. Nemendur eiga nú að vera búnir að gera svokallaðan tékklista þar sem þau merkja í það sem þau kunna.

Enska: Við erum byrjuð á bókmenntum og eru bekkirnir nú að lesa sitt hvora bókina. 7.KM er að lesa Jumanji og mun eftir lestur bókarinnar hofa á bíómyndina og vinna síðan verkefnahefti í kjölfarið. 7.JR er að lesa Rainman og verður sama fyrirkomulag á þeirri vinnu. Samhliða bókmenntum vinna þau með lesskilningshefti auk þess sem þeir sem eru mjög góðir í ensku hafa farið á bókasafnið og tekið sér enskar bækur til að lesa.

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Nýjar myndir á Mentor!

Hopmynd 7.KMBúið er að taka nýjar myndir af langflestum nemendum í 7.KM og setja bæði inn á Mentor og á bekkjarsíðuna. Það þarf lykilorð til að komast inn á síðuna en við munum senda það út í föstudagspósti á morgun! Meðfylgjandi hópmynd var tekin af 7.KM í vettvangsferð í samfélagsfræði um hádegisbilið í dag. Það vantaði þó nokkra nemendur vegna veikinga og leyfa.

Breytingar á íþróttatíma!

exercise-clipartÞað verða smá breytingar á stundatöflu nemenda á miðvikudögum og fimmtudögum hvað varðar íþróttir:

Miðvikudagar:
Stelpur: 9:00-9:40
Strákar: 9:40-10:20

Fimmtudagar:
Stelpur: 12:35-13:15
Strákar: 13:15-13:55

Farið var með nemendum yfir þessar breytingar í dag og þær taka gildi strax á morgun.

Bestu kveðjur,
Jóna Rut og Kristín María

Umgengni í stofum

ruslFyrir helgi settum við upp í stofum nokkra punkta um það hvernig við viljum að nemendur skilji við stofurnar sínar í lok dagsins. Það vantar ennþá smá upp á að þessum punktum sé fylgt eftir svo vel sé hjá einstaka nemendum. Við vonumst til þess að í vikulok verði allir búnir að tileinka sér þessi atriði og að stofan verði eins í lok dagsins og hún var í upphafi 🙂

Frágangur í stofu:
• Allt rusl í ruslafötu
• Öll borð hrein og tóm
• Allir stólar upp
• Bækur snyrtilega í hillum
• Allur útifatnaður með heim

Það skal tekið fram að 7.JR þarf ekki að setja sína stóla upp. Þau eru með öðruvísi borð og láta því bara stólana sína að borðinu.

Föstudagspóstur vikunnar

flower-bannerHeil og sæl!
Vikan hefur gengið prýðilega hjá nemendum. Skólastarfið fer af stað af nokkrum krafti og við finnum að nemendur eru tilbúnir í verkefni vetrarins. Þau hafa nú flest byrjað í þeim valnámskeiðum sem þau völdu sig í. Einhverjir eru ekki í neinu vali þetta tímabil en verða þá í vali næst, eftir 25. október.

Samræmd próf: Eins og fram kom í foreldraviðtölum þá munu vikurnar fram að samræmdum prófum einkennast af undirbúningi fyrir þau. Bæði fá þau verkefni hér í skólanum og með sér heim. Þá munum við líka senda á ykkur vefslóð þar sem nemendur geta æft sig í gegnum netið að taka slík próf. Prófin verða 26. (íslenska) og 27. (stærðfræði) september.

Yndislestur: sú breyting hefur orðið á lestarstund að nú eru 15 mín tímar fastir í kennslustund og nemendur lesa sér til yndisauka í því efni sem þau vilja. Þessar stundir hafa gengið mjög vel. Nemendur mega koma með bækur að heiman og hafa í hillunni í stofunni sinni, ef þau vilja t.d. leyfa öðrum að lesa einhverjar góðar bækur sem þau eiga, verða bara að passa að merkja bækurnar sínar vel.

Vefsíða bekkjanna: 7. bekkur er með vefsíðu sem við munum nýta til að koma upplýsingum og gögnum á framfæri, ásamt því að birta alla föstudagspóstana. Allt sem við sendum ykkur í pósti verður hægt að finna inni á vefsíðunni en slóðin á hana er http://www.7bekkur.wordpress.com, hún er ennþá í vinnslu en við tökum við öllum ábendingum! Þegar kennsluáætlanir verða tilbúnar munu þær birtast inni á vefsíðu 7. bekkja auk þess sem hægt verður að nálgast þær inni á heimasíðu skólans http://www.grindavik.is/grunnskolinn

Bestu kveðjur og góða helgi!
Jóna Rut & Kristín María

Gagnlegir námsleikir

actions3Búið er að setja nokkra enska námsleiki hér inn á heimasíðuna sem nemendur gata nýtt sér. Þeir eru undir „gagnlegt“. Þetta eru leikir sem er notendum algjörlega að kostnaðarlausu og hver öðrum skemmtilegri!

Góða skemmtun 🙂

Merkjaský